Munaðarlaus börn á Haiti
Í febrúar 2010, eftir jarðskjáltann mikla á Haiti, þá ákvað Velferðasjóður Barna að styrkja verkefni á Haiti fyrir börn sem höfðu misst foreldra sína í þessum hörmungum. Var haft samband við Pétur Guðjónsson, formann Samhygðar á Íslandi, sem þá var búinn að vera með mörg verkefni á Haiti síðan 1994 og þekkti vel til aðstæðna ásamt því að vera með vel skipulögð samtök útum allt landið.Tók hann því vel, kannaði málið meðal síns fólks og var ákveðið að vera með tvö ólik verkefni: Annars vegar að koma á munaðarleysingaheimili í Torbeck í suðurhluta Haiti með 40 börnum og hins vegar að koma ríflega 50 börnum fyrir í fóstur í Jeremie í vesturhluta landsins.Fór verkefnið hratt af stað, land var leigt, byggingar byggðar og Seglagerðin Ægir fór á eigin kostnað til að setja upp sérsmíðuð tjöld fyrir börnin á heimilinu. Starfsfólk var ráðið, þ.m.t. 3 kennarar og voru bæði verkefnin komin í fulla starfsemi í lok mars.Pétur fór svo til Haiti í apríl ( sjá myndir) til að fylgjast með gangi mála.Svo brá við að Velferðarsjóðurinn hætti því miður fjárhagsstuðningi sínum í lok júní 2010 og hafa verkefnin síðan verið fjármögnuð með framlögum frá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum.Meginástæðan fyrir að biðja um stuðning einstaklinga er til að koma á meiri stöðugleika á fjárstreymi til þessara verkefna og einnnig til að hafa bolmagn til að sinna þessu sem best verður á kosið.Framlag félagsins mun sem áður koma frá um 30 fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum einsog launþegahreyfingunni svo og einnig frá ríflega 100 einstaklingum sem á þessu ári hafa lagt sitt að mörkum.MHH, „Mouvement Humanista de Haiti“, var skráð sem löggilt félag, sem sinnir menntunar-og mannúðarmálum, en í upphafi lagði félagið áherslu á lestrarfræðslu fyrir fullorðna.Að lokum, hér er verið að biðja um aðstoð við 2 verkefni sem hafa sýnt sig og sannað að þau hafa virkað vel og það þrátt fyrir að hafa þurft að berjast við erfiðar ytri aðstæður einsog fellibyli og kólerufaraldur. Verkefnið sjálft: Við jarðskjáftann mikla urðu mörg börn munaðarlaus og brýnt að bregðast við því á einhvern hátt. Verkefni Samhygðar var því í fullu samræmi við þörf á staðnum og því neyðarástandi sem S.Þ. lýstu yfir í þessu fátækasta landi Vesturheims.Framlag Samhygðar fyrir utan fjárframlög hefur frá byrjun verið annars vegar skipulagning verkefnisins í samráði við MHH og einnig að sjá til þess að menntaáherslur samtakanna séu virtar sér í lagi áherslur um and-ofbeldi í allri sinni mynd. Verkefnisáætlun: Vonast er til að með þessu verkefni þá aukist virðing og samkennd meðal þeirra sem taka þátt í því og að fólk hafi meiri trú á eigin getu, á öðrum og á framtíðinni. Fyrir utan þá sem eru launaðir í verkefninu þá eru mjög margir sjálfboðaliðar sem koma að því á einn eða annan hátt.Hins vegar er auðvitað meginmarkmiðið að veita þessum börnum alhliða menntun þannig að þau get tekist á við lífið á jákvæðan hátt.Þótt skólinn sem þau eru í sé á vegum MHH, þá eru kennarar þar með fullgild réttindi og farið eftir námskrá stjórnvalda, sem þau gera svo úttekt á tvisvar á ári. Þau börn sem eru byrjuð í framhaldsskóla þurfa að uppfylla þær námskröfum sem þar eru settar fram. Einnig fylgjast stjórnvöld á staðnum vel með aðbúnaði og heilbrigiðsþáttum tvisvar á ári.Börnin eru í dag frá 5ára til 14 ára. Elstu börnin fara í opinberan ríkisskóla en hin eru í skóla á vegum MHH. ( Í dag er skólinn í leiguhúsnæði en var í eigin húsnæði fyrstu 2 árin en hann eyðilagðist í fellibyl í lok síðasta árs).Þær aðgerðir sem stuðla að því að ná fram markmiðum MHH er annars vegar í gegnum formlega kennslu, íþróttir, skapandi starf fyrir utan skólatíma, samskiptaþjálfun og tilfallandi frístundadagar, þar sem farið er í fræðsluferðir m.m.Þrír kennarar sinna kennslustörfum, 2 kokkar sjá til þess að börnin séu vel nærð, fylgst er með heilsu þeirra bæði með skoðun á spítala í Les Cayees og hjá hjúkrunarfræðingi sem starfar í verkefninu sem sjálfboðaliði. Einn umsjónarmaður sér svo um umsjónarstarf.( Til gamans má geta þess að fyrirhugað er að heilbrigðisteymi fari frá Íslandi í byrjun febrúar 2013 til að skoða börnin, veita þeim fræðslu og bólusetja. Eru þetta 2 læknar og 3 hjúkrunarfræðingar frá Slysavaktinni. Fara þau til Haiti algjörlega á eigin vegum og afla sér sjáf styrkja til að fara). Sjálfbærni, m.m. Samhygð hefur alltaf lagt mikla áherslu á að þau verkefni sem félagið hefur komið nálægt að þau verði sjálfbær að einhverjum tíma liðnum. Þannig eru 160 skólar algjörlega sjálfbærir á Haiti þótt Samhygð hafi stutt við að þeim var komið á laggirnar. Svo er einnig að segja um 10 litlar heilsugæslustöðvar í Domíniska Lýðveldinu, sem hafa verið algjörlega sjálfbæruar núna í 8 ár og eru núna í 4 löndum fyrir utan DL. ( sjá HYPERLINK “http://www.cruzblancahumanista.org” www.cruzblancahumanista.org )Geri má ráð fyrir að þetta verkefni haldi áfram í 5-6 ár í viðbót þangað til flest börnin eru vel á veg komin inní framhaldsskóla. Þarf þá að sjá til þess að þau fái inni á heimilum á svæðinu og að MHH á svæðinu komi á stuðningsneti sem geti greitt fyrir skólagjöld unglinganna þar til þeir útskrifast.